Okkur er annt um öryggi allra þeirra sem dvelja og búa á Íslandi, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Ástæður eru til að hafa áhyggjur af ákveðnum hópi er stendur höllum fæti þegar kemur að húsnæðisöryggi. Með því að kortleggja hve margir hafa búsetu í atvinnuhúsnæði og kanna aðstæður þeirra sem þar búa getum við mætt þörfum þessa hóps og gert viðeigandi breytingar. Við leitum því til þín og hvetjum þig til að kynna þér helstu upplýsingar varðandi verkefnið hér að neðan.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) var að beiðni félags- og barnamálaráðherra falið að vinna að tillögum til úrbóta á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Var það gert í kjölfar alvarlegs og mannskæðs bruni á Bræðraborgarstíg í Reykjavík árið 2020. HMS rannsakaði brunann og hefur nú sett fram þrettán úrbótatillögur byggðar á þeirri rannsókn sem og á niðurstöðum vinnuhóps HMS um búsetu í atvinnuhúsnæði. Ein þessara þrettán tillaga er að kortleggja hversu margir búa í atvinnuhúsnæði, kanna ástand brunavarna og félagslegar aðstæður íbúa.
Kortleggja hversu margir einstaklingar búa í húsnæði sem er skráð sem atvinnuhúsnæði. Við munum leggja spurningar fyrir heimilisfólk er snúa að brunavörnum, ástæðu fyrir vali á húsnæði, fjölda heimilisfólks og aðrar spurningar af félagslegum toga. Niðurstaðan mun gefa okkur heildstæðari mynd af hver margir búa í atvinnuhúsnæði, ástandi brunavarna og félagslegum aðstæðum. Við komum til þín um helgar eða að kvöldi til á virkum dögum.
Okkur er annt um öryggi allra þeirra sem búa og dvelja á Íslandi. Við höfum sérstaklega áhyggjur af öryggi þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði og viljum bæta úr því. Til þess að það geti orðið þarf að kanna hversu umfangsmikið vandamálið er svo hægt sé að grípa til réttra aðgerða. Við viljum betra og öruggara samfélag og getum öðlast það með þinni aðstoð.
Við biðjum þig ekki um nafn og kennitölu og verða upplýsingarnar ópersónugreinanlegar. Við viljum að þú búir við góðar aðstæður þar sem brunavarnir eru öruggar. Það er okkar von að með þinni þátttöku getum við knúið fram jákvæðar breytingar fyrir þann hóp sem býr í atvinnuhúsnæði og við lakari brunavarnir.
Með því að svara spurningunum og tala við okkur hjálpar þú okkur að ná utan um vandamálið og á sama tíma aðstoða okkur við að gera betur í húsnæðismálum og auka öryggi. Það eru meiri líkur á að hlutirnir breytist ef þú hjálpar okkur með því að svara.
Þér ber ekki skylda til að svara, en við yrðum þér afar þakklát ef þú gætir aðstoðað okkur við að auka öryggi þitt og annarra sem búa eða dvelja á Íslandi með því að taka þátt og svara spurningunum.
Allir þurfa þak yfir höfuðið og það er mismunandi hvernig fólk býr. Sumir leigja húsnæði en aðrir eiga sitt eigið húsnæði. Að mörgu er að huga þegar húsnæði er valið eins og t.d.:
Húsnæði til leigu er að finna á mörgum stöðum en það getur verið mis auðvelt að nálgast slíkar upplýsingar. Oft má nálgast upplýsingar um húsnæði til leigu í fréttablöðum, en einnig er til fjöldi hópa á Facebook og vefsíðna sem auglýsa húsnæði til leigu og kaups.
Hér má nálgast ýmsar upplýsingasíður þar sem finna má húsnæði til leigu
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem ætlað eru til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, á námsgörðum eða hreinlega á hinum almenna leigumarkaði. Upphæðin er mismunandi en þar spilar margt inn í.
Umsækjandi og heimilismenn hans þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að eiga rétt á greiðslum húsnæðisbóta.
Hér getur þú sótt um, kynnt þér frekari skilyrði og undanþágur á vefsíðu island.is
Hægt er að sækja um aðstoð vegna húsnæðis hjá félagsráðgjafa. Mikilvægt er að hafa í huga að allar umsóknir eru metnar eftir aðstæðum og þurfa að falla að reglum hvers sveitarfélags.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) veitir einstaklingum lán til kaupa, byggingar og endurbóta á íbúðarhúsnæði. Þá veita bankar og aðrar lánastofnanir einnig húsnæðislán.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um húsnæðislán hjá HMS:
https://www.hms.is/husnaedislan/husnaedislan-hja-hms/
Við mælum með því að gerður sé húsaleigusamningi og að honum sé þinglýst.
Af hverju að gera húsaleigusamning?
Hér er hægt að finna upplýsingar um húsaleigusamninga áamt stöðluðum samningi sem öllum er frjálst að nýta
https://island.is/en/registration-of-a-lease-in-the-hms-rent-register
Félagslegar leiguíbúðir hjá Reykjavíkurborg eru fyrir þá sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru ekki færir um að sjá sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði eða annarra félagslegra aðstæðna.
Frekari upplýsingar má finna hér: Almennt félagslegt leiguhúsnæði | (reykjavik.is)
Þær brunavarnir sem þurfa að vera til staðar á hverju heimili eru reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Einnig er mikilvægt að heimilisfólk útbúi flóttaáætlanir og þekki a.m.k. tvær flóttaleiðir út af heimilinu.